Við viljum minna á að skilafrestur á skattframtölum lögaðila, vegna rekstrarársins 2015, rennur út þann 10. september 2016. Hins vegar þarf að vera búið að skila 10% fyrir 31. maí, 20% fyrir 30. júní og 55% fyrir 15. ágúst. Í ljósi þessa og í ljósi þess að starfsfólk okkar fer nú senn að fara í sumarfrí þá viljum við hvetja viðskiptavini okkar til þess að skila nauðsynlegum upplýsingum til okkar sem allra fyrst, koma með bókhaldsgögn ef vantar o.s.frv.