Eins og flestir vita þá runnu skilafrestir einstaklinga á skattframtölum sínum út núna í lok mars en loka-skilafrestir fagaðila runnu út núna í maí.  Mikið er því búið að ganga á undanfarið og eru mennt minntir á að til þess að hægt sé að ábyrgjast að framtölum verði skilað inn fyrir lokafrest þá þurfa þau gögn og upplýsingar sem til þarf að berast tímanlega.  Þó skilafrestur sé í raun liðinn þá er mjög mikilvægt samt að skila áfram inn framtölum þeirra sem einhverra hluta vegna eiga eftir að skila svo möguleiki sé að sleppa við áætlun eða að framtöl þeirri verði annars afgreidd sem fyrst.