Aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafa nú komið á breytingum sem varða alla launagreiðendur í landinu. Breytingarnar eru tvíþættar: (1) Kjarasamningar margir, ekki allir, gera ráð fyrir hækkun mótframlags atvinnurekenda upp á 0,5% og verður því 8,5% í stað 8% en (2) ríkið hefur með lagabreytingu lækkað tryggingagjaldið til mótvægis um 0,5% eða úr 7,35% í 6,85%. Þessar breytingar varða laun eftir 1.7.2016 og gildir þetta til 31.12.2016. Við viljum benda á að bókhaldskerfi þarf gjarnan að stilla af, ekki víst að komi inn sjálfkrafa. Leiðbeiningar um þetta má gjarnan finna inn á heimasíðum bókhaldskerfanna.