Nú þegar sól hækkar á lofti þá líður senn að skilum á skattframtölum einstaklinga. RSK hefur gefið það út að opnað verði fyrir skil í marsmánuði. Viljum við því hvetja alla þá sem ætla að óska eftir framtalsaðstoð að hafa samband við okkur sem allra fyrst og í framhaldinu þá taka saman öll nauðsynleg gögn og upplýsingar sem gæti þurft.