Við erum hér til að þjónusta þig!

Reikningshaldsleg þjónusta getur falið í sér bókhaldsþjónustu, greiðslu reikninga, ársreikningagerð svo og aðstoð og ráðgjöf við einstaka þætti er snúa að reikningshaldi. Viðskiptavinir geta óskað eftir aðstoð við útreikning launa, gerð skilagreina vegna virðisaukaskatts, vöktun á heimabanka og greiðslu reikninga eða þá samsetningu á þjónstuþáttum sem henta viðkomandi hverju sinni.

Endurskoðun og tengd þjónusta getur falið í sér endurskoðun og könnun reikningsskila, aðstoð og ráðgjöf varðandi uppbyggingu og virkni innra eftirlits, staðfestingu ýmissa fjárhagsupplýsinga o.fl., fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök, lífeyrissjóði og aðra aðila.  Þannig er þjónustan sniðin að hverjum og einum og getur hentað fyrir smáa, meðalstóra og stóra aðila. Félagið hefur, í samstarfi við Íslenska endurskoðendur ehf, aðgang að stórum hópi endurskoðenda og annarra sérfræðinga á ýmsum sviðum, eftir því sem þörf er á aðkomu fleiri sérfræðinga.

Skattaráðgjöf er veitt og getur verið í formi skattframtalsgerðar, aðstoðar við að svara fyrirspurnum frá skattayfirvöldum, ráðgjöf sem snýr að meðferð einstakra atriða í skattalegu tilliti eða annars konar ráðgjöf á sviði innlendra og erlendra skattamála.

Önnur ráðgjöf eins og við gerð viðskipta- og fjárhagsáætlana, stofnun félaga og ráðgjöf á sviði erfðamála er meðal þeirrar þjónustu sem við veitum einnig.

Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband og munum við reyna að veita upplýsingar og finna lausnir sem henta viðkomandi hverju sinni.  Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 595 0100 eða með því að senda tölvupóst á endurskodandi@endurskodandi.is .