Við erum hér til að þjónusta þig!

Á Bíldshöfða 14 hafa um árabil starfað endurskoðunarfyrirtæki og fyrirtæki er veita bókhaldsþjónustu og hefur sú starfsemi verið á efstu og næst efstu hæð hússins. Hafa félög, eigendur og starfsmenn, verið stöku sinnum í samstarfi með ýmiss verkefni og þannig sameinað krafta sína. Ákveðið var á árinu 2012 að taka samstarfið skrefinu lengra og frá með 1. janúar 2013 tók til starfa nýtt félag þar sem nú starfa vel á annan tug manns, að eigendum meðtöldum en þeir voru fimm talsins við stofnun félagsins. Hið nýja félag heitir Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf og er samstarfsaðili Íslenskra endurskoðenda ehf.

Stofnfélagar í upphafi voru Björn Ó. Björgvinsson, Hafsteinn V. Halldórsson, Jón Örn Gunnlaugsson, Magnús G. Benediktsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Mismunandi reynsla og þekking eigenda og starfsfólks hefur gert félagið enn betur í stakk búið en ella, til þess að geta tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni og þannig aukið möguleika félagsins á vexti til vegs og virðingar í framtíðinni.